Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Þú hefur enga hluti í körfunni þinni

Frí sending fyrir pantanir yfir 10.000 kr

Skilmálar

Afhending vöru

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Ideal Company ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Ideal Company ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

 

Verð á vöru og sendingakostnaður

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Við sendum allar vörur með Íslandspósti á næsta pósthús. Sendingakostnaður er 500kr,-
Ef að verslað er fyrir 10.000,- eða meira þá fellur sendingarkostnaðurinn niður.

 

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

 

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingarkostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Annað vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

 

 

Kökur 

Vafrakökur

Vafrakökur (e. cookies) eru smáar textaskrár sem vefsíður koma fyrir á tölvu þinni, síma eða snjalltæki þegar þú heimsækir þær. Vafrakökur eru almennt notaðar til að bæta viðmót og notendaupplifun vefsíðunnar. Einnig til þess að vefsíðan muni mikilvægar upplýsingar frá fyrri heimsóknum þínum. Vafrakökur eru öruggar, þær innihalda ekki kóða og geta ekki verið notaðar til komast inn í tölvuna þína.

 

Af hverju notar Ideal Company ehf. vafrakökur?

Við notum vafrakökur til mælinga á heimsóknum á heimasíðu okkar. Umferð á vefinn eru mæld með Google Analytics. Það þýðir að skráður er tími og dagsetning heimsókna á vefinn, IP tölur þeirra sem heimsækja hann og frá hvaða vefsíðu heimsóknir koma, tegund vafra og stýrikerfis og hvaða leitarorð notendur nota til að komast á vefinn sem og til að finna efni innan hans. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi eins og til dæmis að muna hvað notandi hefur valið í bókunarvél á meðan hann er tengdur vefsvæðinu, þær kunna einnig að vera notaðar í öryggisskyni. Lotukökur eyðast þegar notandi fer af vefsvæði og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á vefsvæði. Engar tilraunir eru gerðar til að tengja heimsókn við persónugreinanlegar upplýsingar.

Hvernig er hægt að eyða vafrakökum?

Allir vafrar bjóða upp á takmörkun á notkun á vafrakökum, eins er mögulegt að slökkva á þeim í stillingum vafranns. Ólíkt er eftir vöfrum hvernig þetta er gert en leiðbeiningar má finna í hjálparvalmöguleika í vafranum sem þú notar. Einnig er hægt að eyða þeim vafrakökum sem þegar eru vistaðar hjá þér. Skrefin við að eyða vafrakökum eru ólík eftir vöfrum en leiðbeiningar um slíkt má finna í hjálparvalmöguleika í vafranum sem þú notar.